Enska knattspyrnufélagið Luton Town hefur vikið þjálfaranum Matt Bloomfield frá störfum.
Luton er í ellefta sæti C-deildarinnar en liðið hefur fallið tvö tímabil í röð eftir eitt tímabil í ensku úrvalsdeildinni, tímabilið 2023-2024.
Luton byrjaði tímabilið vel í C-deildinni og vann þrjá leiki af fyrstu fjórum. Síðan þá hefur liðið tapað fjórum leikjum af síðustu sjö og ákváðu forráðamenn félagsins þá að taka í gikkinn.
