Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur tilkynnt að Luke Fedorenko hafi yfirgefið félagið.
Fedorenko var yfirnjósnari fyrir yngri flokka United og styrktist yngri flokka starf félagsins verulega undir hans stjórn.
Fedorenko, sem er 35 ára, hefur tekið að sér starf hjá umboðsskrifstofu í staðinn.
