Bæjarar með augastað á skotmarki Liverpool

Marc Guéhi.
Marc Guéhi. AFP/Oli Scarff

Forráðamenn knattspyrnuliðs Bayern München í Þýskalandi hafa mikinn áhuga á enska varnarmanninum Marc Guéhi.

Það er Sky Sports sem greinir frá þessu en Guéhi, sem er 25 ára gamall, er samningsbundinn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni.

Samningur hans í Lundúnum rennur út næsta sumar og getur þá yfirgefið félagið á frjálsri sölu en hann var mjög nálægt því að ganga til liðs við Englandsmeistara Liverpool í sumar.

Miðvörðurinn er uppalinn hjá Chelsea en hefur leikið með Crystal Palace frá árinu 2021. Þá á hann að baki 25 A-landsleiki fyrir England en hann hefur verið fastamaður í vörn landsliðsins að undanförnu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert