Spænski knattspyrnumaðurinn Rodri hefur dregið sig úr spænska landsliðshópnum vegna meiðsla.
Þetta tilkynnti spænska knattspyrnusambandið á samfélagsmiðlum sínum en Rodri, sem er 29 ára gamall, fór meiddur af velli þegar lið hans Manchester City hafði betur gegn Brentford, 1:0, í 7. umferð ensku úrvalsdeildarinnar i Brentford um nýliðna helgi.
Rodri tognaði aftan í læri í leiknum og fór meiddur af velli strax á 21. mínútu en hann sleit krossband í september á síðasta ári og missti af nánast öllu síðasta keppnistímabili.
Spánverjar mæta Georgíu og Búlgaríu í undankeppni HM í komandi landsleikjaglugga en liðið er með 6 stig eða fullt hús stiga á toppi E-riðils eftir sigra gegn Tyrklandi og Búlgaríu í fyrstu umferðunum.
