„Óhjákvæmilegt“ að Amorim verði rekinn

Rúben Amorim.
Rúben Amorim. AFP/Paul Ellis

Sparkspekingurinn Jamie Carragher telur óhjákvæmilegt að Rúben Amorim verði sagt upp störfum sem knattspyrnustjóra Manchester United á næstu vikum.

United hefur ekki farið vel af stað á yfirstandandi tímabili en liðið situr sem stendur í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 10 stig og hefur unnið þrjá leiki í deildinni á tímabilinu.

Liðið hefur skorað níu mörk í fyrstu sjö umferðunum og fengið á sig ellefu en United hafnaði 15. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð undir stjórn Portúgalans.

Tölfræðin ótrúleg

„Ég er aldrei hrifinn af því að tala um það hvort það eigi að reka stjóra eða ekki, mér finnst það virðingarleysi,“ sagði Carragher í hlaðvarpsþættinum The Overlap.

„Ég er samt kominn á þann stað núna að það er óhjákvæmilegt að segja honum upp. Það hlýtur að gerast fyrir jól. Tölfræðin hans er ótrúleg.

Hann hefur stýrt liðinu í 50 leikjum og í þessum leikjum er liðið með tvö mörk í plús ef þú horfir á markatöluna,“ bætti Carragher við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert