Söfnuðu 37 milljónum í nafni Jota

Blóm, kransar og aðrir minnisvarðar um Diogo Jota eru fyrir …
Blóm, kransar og aðrir minnisvarðar um Diogo Jota eru fyrir utan Anfield, heimavöll Liverpool. AFP/Oli Scarff

Enska knattspyrnufélagið Liverpool hefur tilkynnt að alls hafi 227.000 pund, jafnvirði rúmlega 37 milljónum íslenskra króna, safnast til handa LFC Foundation með sölu á keppnisttreyjum merktum Diogo Jota og stuttermabolum til minningar um hann.

LFC Foundation, góðgerðarsamtök félagsins, hafa tilkynnt að upphæðin verði notuð til þess að koma á fót grasrótarsamtökum í nafni Jota.

Í tilkynningu Liverpool kemur fram að peningarnir verði nýttir til að koma samtökunum á laggirnar og jafnframt til að halda starfsemi þeirra gangandi, en að tilkynnt verði síðar um hvers konar samtök verði að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka