Knattspyrnufélagið Watford sem leikur í B-deildinni á Englandi hefur rekið knattspyrnustjóra sinn Paulo Pezzolano eftir aðeins fimm mánuði í starfi.
SkySport greinir frá þessu í dag. Watford er þekkt fyrir að veita knattspyrnustjórum sínum afar litla þolinmæði en Pezzolano er ellefti stjórinn sem félagið rekur frá því í byrjun árs 2020.
Úrúgvæinn stýrði Watford í 10 keppnisleikjum, þar sem liðið situr í 11. sæti með 12 stig eftir níu leiki og er þremur stigum frá umspilssæti. Liðið vann 2:1 sigur á Oxford um síðustu helgi.
Samkvæmt fréttum mun Javi Gracia mun taka við liðinu en hann stýrði Watford áður frá janúar 2018 til september 2019. Gracia kom Watford-mönnum í úrslitaleik enska bikarsins árið 2019 á Wembley þar sem þeir steinlágu 6:0 fyrir stórliði Manchester City.
