Íslandsvinurinn Sir Jim Ratcliffe, sem á meirihluta í enska knattspyrnufélaginu Manchester United, hefur mikla trú á portúgalska knattspyrnustjóranum Rúben Amorim, þrátt fyrir slakt gengi liðsins undir hans stjórn.
Amorim tók við United í nóvember á síðasta ári og endaði liðið í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og hefur byrjun yfirstandandi tímabils verið lítið skárri.
„Að mínu mati ætti hann að fá þrjú ár. Það tekur tíma að ná árangri. Ef þú lítur á Mikel Arteta sérðu að hann byrjaði líka mjög illa. Við verðum að vera þolinmóðir,“ sagði Ratcliffe við The Business-hlaðvarpið.
