Stjóri Wolves kærður

Vitor Pereira á von á sekt og mögulega leikbanni.
Vitor Pereira á von á sekt og mögulega leikbanni. AFP/Paul Ellis

Portúgalinn Vitor Pereira, knattspyrnustjóri Wolves á Englandi, hefur verið kærður af enska knattspyrnusambandinu.

Pereira var allt annað en sáttur þegar Wolves fékk ekki aukaspyrnu í leik gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni á dögunum.

Hann tók upp á því að kasta bolta í áttina að stuðningsmönnum í bræði sinni og var vikið af hliðarlínunni með rautt spjald strax á 19. mínútu.

Hann á yfir höfði sér sekt og mögulega eins leiks bann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert