Vill burt frá United

Joshua Zirkzee er ósáttur við að spila ekki meira.
Joshua Zirkzee er ósáttur við að spila ekki meira. AFP/Oli Scarff

Hollenski knattspyrnumaðurinn Joshua Zirkzee, sóknarmaður Manchester United, vill komast burt frá félaginu í janúarglugganum með það fyrir augum að fá að spila meira.

Daily Mail greinir frá því að Zirkzee sé verulega ósáttur við lítinn spiltíma á tímabilinu en hann hefur einungis spilað í 82 mínútur í heildina.

Hollendingurinn er mun aftar í goggunarröðinni eftir að Man. United festi kaup á þremur sóknarmönnum, þeim Benjamin Sesko, Matheus Cunha og Bryan Mbeumo, í sumar.

Ekki í landsliðshópnum

Zirkzee veit sem er að hann þarf að spila til þess að eiga möguleika á því að vera landsliðshópi Hollands, en þar eygir hann sæti í lokahópnum á HM 2026 í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada.

Sóknarmaðurinn var ekki valinn í hópinn hjá Hollandi fyrir komandi verkefni í nýhöfnum landsleikjaglugga.

Juventus og Napólí sýndu Zirkzee áhuga í sumar en Man. United vildi ekki leyfa honum að fara eftir að Rasmus Höjlund var lánaður til Napóli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert