Markavélin og Austurríkismaðurinn bestir í september

Erling Haaland og Oliver Glasner báru af í september.
Erling Haaland og Oliver Glasner báru af í september. Samsett/AFP/Oli Scarff & Darren Staples

Erling Haaland, markahrókur Manchester City, var valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í septembermánuði. Austurríkismaðurinn Oliver Glasner, knattspyrnustjóri Crystal Palace, var valinn besti stjórinn.

Haaland skoraði fimm mörk og lagði upp eitt mark til viðbótar í aðeins þremur leikjum í úrvalsdeildinni í september.

Er þetta í fjórða sinn sem Norðmaðurinn er valinn besti leikmaður mánaðarins í deildinni.

Glasner er knattspyrnustjóri mánaðarins í fyrsta sinn en undir hans stjórn vann liðið tvo leiki, þar á meðal dramatískan sigur á Englandsmeisturum Liverpool, og gerði eitt jafntefli í mánuðinum.

Palace var án taps í 19 leikjum í röð undir lok mánaðarins en fyrsta tapið í langan tíma kom gegn Everton í upphafi þessa mánaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert