Forráðamenn Englandsmeistara Liverpool eru bjartsýnir á að ná að landa enska knattspyrnumanninum Marc Guéhi, þrátt fyrir áhuga annarra stórliða.
Það er Football Insider sem greinir frá þessu en Guéhi, sem er 25 ára gamall, var mjög nálægt því að ganga til liðs við Liverpool á lokadegi félagskiptagluggans í sumar.
Samningur miðvarðarins við Crystal Palace rennur út næsa sumar og er honum því frjálst að ræða við önnur félag strax í janúar.
Bayern München og Real Madrid eru bæði sögð mjög áhugasöm um leikmanninn, sem og Manchester City og því ljóst að leikmaðurinn ætti að geta valið úr tilboðum í sumar.
Ekki er útilokað að Liverpool leggi fram annað tilboð í leikmanninn strax í janúar eftir að ítalski miðvörðurinn Giovanni Leoni sleit krossband í septembermánuði og verður af þeim sökum frá út tímabilið.
