Eiður Smári lék með Chelsea

Eiður Smári Guðjohnsen lék í liði Chelsea í dag.
Eiður Smári Guðjohnsen lék í liði Chelsea í dag. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Ryan Babel skoraði sigurmark Liverpool í 1:0-sigri á Chelsea á Stamford Bridge í dag. Liðin skipuðu fyrrverandi leikmenn liðanna í svokölluðum goðsagnaleik. Eiður Smári Guðjohnsen lék með liði Chelsea í dag, en hann byrjaði leikinn á varamannabekknum.

Fyrrum leikmenn félaga mætast reglulega í leikjum sem þessum til styrktar góðgerðarmálum.

Meðal leikmanna Chelsea í leiknum ásamt Eiði Smára voru John Terry, Petr Cech, Eden Hazard og Claude Makelele.

Í liði Liverpool léku meðal annars Jermaine Pennant, Pepe Reina, Jason McAteer og Yossi Benayoun. 

Þó að um góðgerðarleik hafi verið að ræða kom lítið á óvart að fyrrverandi framherji Chelsea, Spánverjinn Diego Costa, hafi valdið uppþoti. Slóvakinn Martin Skrtel, varnarmaður Liverpool, tæklaði Costa í leiknum.

Fór það öfugt ofan í Costa sem nýtti tækifærið síðar í leiknum og skellti Skrtel í jörðina. Dómarinn gaf Costa gult spjald og rifust leikmennirnir tveir áður en þeim var stíað í sundur.

Ryan Babel skoraði sigurmarkið á 78. mínútu eftir sendingu frá Jermaine Pennant. Babel fagnaði markinu með því að heiðra minningu Diogo Jota.

Myndskeið af sigurmarki Ryan Babel annars vegar og átökum Diego Costa og Martin Skrtel hins vegar má sjá hér að neðan:



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert