Til Newcastle frá Nottingham Forest

Ross Wilson er kominn til starfa hjá Newcastle.
Ross Wilson er kominn til starfa hjá Newcastle. Ljósmynd/Newcastle United

Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta hefur ráðið Ross Wilson, yfirmann knattspyrnumála hjá Nottingham Forest, sem íþróttastjóra en félagið greinir frá þessu á X-síðu sinni.

Wilson tekur við af Paul Mitchell, sem starfaði innan við 12 mánuði hjá Newcastle, en hann tók við starfinu af Dan Ashworth.

Notthingam Forest setti félagsmet í sumar þegar Omari Hutchinson var keyptur frá Ipswich fyrir 37,5 milljónir punda sem er það hæsta sem félagið hefur greitt fyrir leikmann.

Wilson var áður íþróttastjóri hjá Rangers og yfirmaður knattspyrnumála hjá Southampton.

Wilson sagði: „Newcastle er svo sérstakt félag og ég skil fullkomlega ástríðu, metnað og væntingar ótrúlegra stuðningsmanna okkar.

„Ég hef verið í reglulegu sambandi við Eddie Howe knattspyrnustjóra og traustið, samheldnin og það sem við erum að byggja upp finnst okkur þegar vera sterkt. Við teljum að það verði mjög mikilvægt að vinna sameiginlega að því að færa félagið áfram í rétta átt.“



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert