Tottenham er á höttunum eftir sóknarmanni Brentford í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, Kevin Schade. Hinn danski Thomas Frank stjóri Tottenham keypti Schade frá Freiburg árið 2023 þegar hann var stjóri Brentford og hefur nú áhuga á að fá þýska landsliðsmanninn aftur til liðs við sig, en það er vefsíðan goal.com sem greinir frá.
Uppgangur Schade hefur verið mikill á undanförnum tveimur árum. Hann hóf feril sinn hjá Freiburg, þar sem hann lék sinn fyrsta leik í þýsku fyrstu deildinni árið 2021. Schade fór fyrst til Brentford í janúar 2023 á láni.
Brentford keypti hann svo í júní 2023 fyrir 22 milljónir punda og samdi hann þá til ársins 2028. Schade lék alla 38 leiki Brentford á síðustu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni og skoraði 11 mörk. Schade hefur þótt sína lipra takta í búningi Brentford.
Schade býr yfir miklum hraða og er mikilvægur hlekkur í pressu Brentford. Í leik með Freiburg í þýsku fyrstu deildinni 2023 mældist hann með einn hraðasta sprett (34,6 km/klst) í sögu deildarinnar.
Schade var valinn í fyrsta sinn í landsliðshóp Þjóðverja í mars 2023 og hefur spilað fjóra landsleiki fyrir þjóð sína.