Strax önnur stjóraskipti hjá Forest?

Nottingham Forest hefur verið í vandræðum undir stjórn Ange Postecoglou.
Nottingham Forest hefur verið í vandræðum undir stjórn Ange Postecoglou. AFP/Cristina Quiclear

Grikkinn Evangelos Marinakis, eigandi enska knattspyrnufélagsins Nottingham Forest, íhugar nú hvort hann ætti að reka gríska Ástralann Ange Postecoglu, sem er stjóri karlaliðsins. 

The Telegraph segir frá en Ange tók aðeins við liðinu fyrir mánuði síðan eftir að Portúgalinn Nuno Espirito Santo var rekinn vegna ágreinings. 

Gengi Forest hefur verið arfaslakt undir stjórn Ange en liðið hefur ekki unnið í fyrstu sjö leikjum hans sem stjóri. 

The Telegraph segir jafnframt frá því að Marinakis vilji fá Sean Dyche, sem stýrði Burnley og var rekinn frá Everton í byrjun árs, í staðinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert