Fyrrverandi Arsenal-maðurinn tekinn við Luton

Jack Wilshere er að taka við Luton.
Jack Wilshere er að taka við Luton. Ljósmynd/Arsenal

Enska C-deildarfélagið Luton Town hefur ráðið Jack Wilshere sem nýjan knattspyrnustjóra en félagið rak Matt Bloomfield á dögunum.

Luton spilaði í úrvalsdeildinni fyrir tveimur tímabilum en hefur fallið niður um tvær deildir á jafnmörgum tímabilum.

Wilshere, sem lék með Arsenal á sínum tíma, verður aðalþjálfari í fyrsta skipti en hann hefur til þessa verið aðstoðarþjálfari Norwich og þjálfari yngri liða Arsenal.

Luton er í ellefta sæti C-deildarinnar með sextán stig eftir ellefu leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert