Manchester United hefur áhuga á miðjumanninum Jobe Bellingham, leikmanni Borussia Dortmund í Þýskalandi.
Þýski miðillinn Bild greinir frá. Bellingham er á sínu fyrsta tímabili með Dortmund eftir að hann gerði fimm ára samning við félagið fyrir tímabilið.
Bellingham hefur leikið níu leiki með Dortmund á tímabilinu. Hann er yngri bróðir Jude Bellingham, sem leikur með Real Madrid og var áður leikmaður Dortmund.
