Hollenski knattspyrnumaðurinn Antoni Milambo er með slitið krossband í hné og leikur ekkert meira með enska úrvalsdeildarliðinu Brentford á leiktíðinni.
Hinn tvítugi Milambo var keyptur til Brentford frá Feyenoord í heimalandinu fyrir tímabilið fyrir 18 milljónir evra.
Hann skrifaði undir fimm ára samning í Lundúnum en ljóst er að hann spilar lítið fyrsta árið.
Milambo náði einum leik í ensku úrvalsdeildinni áður en hann meiddist á æfingu.
