Enska knattspyrnufélagið Liverpool er nálægt því að ganga frá auglýsingasamningi að andvirði 70 milljóna punda á ári.
Liverpool fær um 50 milljónir punda á ári fyrir að auglýsa bankann Standard Chartered framan á treyjum sínum en nýr samningur færir félaginu 70 milljónir.
Samkvæmt The Daily Mail er ekki ljóst hvort það samstarf haldi áfram eða hvort Liverpool geri samning við annað fyrirtæki, aðeins sé ljóst að nýr samningur sé 70 milljón punda virði.
Samningurinn yrði sá stærsti í sögunni þegar kemur að auglýsingum framan á treyjum en Manchester City og Manchester United gerðu á dögunum svipaða samninga upp á 60 milljónir punda á ári.
