Argentínski knattspyrnumaðurinn Lisandro Martínez mun byrja aftur að æfa með liðsfélögum sínum í Manchester United á næstu dögum eftir rúmlega átta mánaða fjarveru vegna meiðsla.
Sky Sports greinir frá. Martínez sleit krossband í hné snemma á árinu, sem venjulega þýðir fjarveru í allt að tíu mánuði.
Varnarmaðurinn fór í myndatöku í vikunni sem lofaði góðu en Martínez var af mörgum talinn besti varnarmaður United áður en hann meiddist.
