United vill lækka launin

Casemiro fagnar marki með Bruno Fernandes, fyrirliða United.
Casemiro fagnar marki með Bruno Fernandes, fyrirliða United. AFP/Oli Scarff

Forráðamenn Manchester United hafa áhuga á að framlengja samning sinn við miðjumanninn Casemiro.

ESPN greinir frá þessu og tekur fram að félagið vilji lækka Brasilíumanninn í launum en hann er einn launahæsti leikmaður félagsins, með 375 þúsund pund í vikulaun.

Leikmaðurinn kom til United árið 2022 frá Real Madrid, þar sem hann var gríðarlega sigursæll.

Núgildandi samningur hans gildir til næsta sumars og þarf United því að taka ákvörðun um framtíð hans fljótlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert