Liverpool búið að finna arftaka van Dijks?

Nico Schlotterbeck í leik með Dortmund.
Nico Schlotterbeck í leik með Dortmund. AFP/Sascha Schuermann

Enska knattspyrnufélagið Liverpool hefur mikinn áhuga á að kaupa Nico Schlotterbeck frá Borussia Dortmund en hann er 25 ára varnarmaður.

Bild í Þýskalandi greinir frá og segir að Liverpool fái samkeppni frá Real Madrid, Manchester City og Bayern München sem eru einnig áhugasöm um leikmanninn.

Þýski miðilinn segir að Liverpool horfi á Schlotterbeck sem mögulegan arftaka fyrirliðans Virgils van Dijks sem er orðinn 34 ára.

Enski landsliðsmaðurinn Marc Guehi hjá Crystal Palace og Dayot Upamecano, franski landsliðsmaðurinn hjá Bayern München, koma einnig til greina hjá Englandsmeisturunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert