Fyrrverandi stjóri Liverpool að taka við Íslendingaliði?

Sverrir Ingi Ingason.
Sverrir Ingi Ingason. mbl.is/Hulda Margrét

Spænski knattspyrnustjórinn Rafa Benítez er staddur í Aþenu á Grikklandi þessa dagana.

Það er Sport24 sem greinir frá þessu en Benítez, sem er 65 ára gamall, er að öllum líkindum að taka við þjálfun gríska efstudeildarfélagsins Panathinaikos.

Sverrir Ingi Ingason er samningsbundinn gríska félaginu og hefur leikið með því frá árinu 2024 en forráðamenn Panathinaikos hafa boðið Benítez tveggja og hálfs árs samning sem gildir út keppnistímabilið 2027-28.

Benítez stýrði Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á árunum 2004 til 2010 og gerði liðið að Evrópumeisturum árið 2005.

Hann hefur einnig stýrt liðum á borð við Valencia, Inter Mílanó, Real Madrid, Chelsea, Newcastle og Everton á þjálfaraferlinum.

Rafael Benítez.
Rafael Benítez. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert