Lykilmaður Liverpool fjarverandi gegn United

Alisson Becker.
Alisson Becker. AFP/Andy Buchanan

Alisson Becker, markvörður Englandsmeistara Liverpool, er enn þá að glíma vð meiðsli og verður því fjarri góðu gamni þegar Liverpool tekur á móti Manchester United í 8. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á Anfield á sunnudaginn.

Þetta tilkynnti Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, á blaðamannafundi í morgun en Alisson tognaði aftan í læri í tapinu gegn Crystal Palace í 6. umferð deildarinnar í lok september.

Georgíumaðurinn Giorgi Mamardashvili mun því standa á milli stanganna hjá Liverpool á sunnudaginn kemur þegar stórleikurinn fer fram. 

Liverpool er sem stendur í öðru sæti deildarinnar með 15 stig, stigi minna en topplið Arsenal, en United er með tíu stig í tíunda sætinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert