Mikið áfall fyrir Chelsea

Cole Palmer.
Cole Palmer. AFP/Oli Scarff

Enski knattspyrnumaðurinn Cole Palmer verður frá í sex vikur til viðbótar vegna meiðsla en hann er samningsbundinn Chelsea á Englandi.

Enzo Maresca, stjóri Chelsea, greindi frá þessu á blaðamannafundi í morgun en Chelsea heimsækir Nottingham Forest í 8. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á morgun.

Palmer, sem er 23 ára gamall, hefur aðeins komið við sögu í fjórum leikjum með Chelsea á tímabilinu en hefur verið að glíma við tognun aftan í læri frá því í lok september.

Sóknarmaðurinn hefur verið besti leikmaður Chelsea undanfarin tvö tímabil en Chelsea er í sjötta sæti úrvalsdeildarinnar með 11 stig eftir fyrstu sjö umferðirnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert