Arne Slot, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Liverpool, telur erkifjendur liðsins í Manchester United hafa spilað betur á tímabilinu en staða liðsins í ensku úrvalsdeildinni segir til um.
Liverpool fær Man. United í heimsókn á Anfield í stórleik 8. umferðar deildarinnar á sunnudag.
Fyrir leikinn er Liverpool í öðru sæti með 15 stig og Man. United í því tíunda með tíu stig.
„Ég hlakka sérlega mikið til leiksins gegn Manchester United því ég veit hversu sérstök þessi viðureign er. Það er enginn leikur sem fær jafn mikið áhorf í heiminum.
United hefur byrjað tímabilið betur en taflan segir til um þannig að þetta verður mjög áhugaverður leikur,“ sagði Slot á fréttamannafundi í dag.
