Þurfti að velja á milli Guardiola og Klopp

Pep Guardiola og Jürgen Klopp.
Pep Guardiola og Jürgen Klopp. AFP

Þýski knattspyrnumaðurinn Ilkay Gündogan er einn þeirra sem hefur spilað fyrir bæði Pep Guardiola og Jürgen Klopp.

Miðjumaðurinn, sem er 34 ára gamall, lék undir stjórns Klopps hjá Borussia Dortmund á árunum 2011 til 2015 áður en Guardiola keypti hann til Manchester City þar sem hann lék frá 2016 til 2023 og svo aftur frá 2024 til ársins 2025.

Gündogan leikur með Galatasaray í Tyrklandi í dag en hann ræddi við The Athletic á dögunum þar sem hann var meðal annars beðinn um að gera upp á milli stjóranna.

Faðmast eins og feðgar

„Við nutum mikillar velgengni hjá Dortmund og ég elskaði fótboltann sem við spiluðum,“ sagði Gündogan í samtali við The Athletic.

„Ég ber ómælda virðingu fyrir Jürgen, bæði sem þjálfara og manneskju. Í hvert einasta skipti sem við hittumst, jafnvel eftir að ég fór til City, föðmuðumst við vel og innilega, eins og sannir feðgar.

Þeir höfðu báðir ótrúlega mikil áhrif á minn feril og hvernig ég þróaðist. Þessi fótbolti sem ég spilaði undir stjórn Pep, þar sem allt snýst um að vera með boltann, sá leikstíll hentaði mér betur og lá betur fyrir mér en skyndisóknarboltinn,“ sagði Gündogan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert