Enski sparspekingurinn Alan Shearer virðist ekki hafa mikla trú á Manchester United fyrir stórleik 8. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta þar sem liðið heimsækir Liverpool á Anfield á sunnudaginn kemur.
Shearer, sem er markahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og starfar í dag sem sparkspekingur, hitaði upp fyrir leikinn í viðtali við enska miðilinn Mirror.
Hann var meðal annars beðinn um að velja sameiginlegt byrjunarlið skipað leikmönnum Liverpool og United líkt og Bretinn er duglegur að gera fyrir stórleiki þar í landi.
Til að gera langa sögu stutta valdi Shearer tíu leikmenn frá Liverpool í sameiginlegt byrjunarlið sitt og einungis einn frá Manchester.
Byrjunarlið Alan Shearer:
Markvörður: Alisson Becker (Liverpool).
Varnarmenn: Conor Bradley (Liverpool), Ibrahima Konaté (Liverpool), Virgil van Dijk (Liverpool), Luke Shaw (Manchester United).
Miðjumenn: Alexis Mac Allister (Liverpool), Ryan Gravenberch (Liverpool), Dominik Szoboszlai (Liverpool).
Sóknarmenn: Mohamed Salah (Liverpool), Hugo Ekitiké (Liverpool), Cody Gakpo (Liverpool).