Manchester City er komið í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir sigur á Everton í dag, 2:0.
Erling Haaland skoraði bæði mörk City sem er komið með 16 stig, jafnmörg og Arsenal sem sækir Fulham heim seinna í dag og getur náð efsta sætinu á nýjan leik.
Engu munaði að Bournemouth kæmist á toppinn en liðið er með 15 stig eins og Liverpool eftir jafntefli, 3:3, gegn Crystal Palace í London í dag.
Jean-Philippe skoraði þriðja mark sitt og Palace úr vítaspyrnu á sjöundu mínútu uppbótartímans.
Ryan Christie hafði komið Bournemouth í 3:2 á 89. mínútu leiksins. Eli Kroupi skoraði fyrstu tvö mörk leiksins fyrir Bournemouth en Mateta svaraði því með tveimur mörkum.
Brighton vann Newcastle, 2:1, á heimavelli. Danny Welbeck skoraði bæði mörk Brighton, sigurmarkið á 84. mínútu, en Nick Woltemade skoraði mark Newcastle.
Burnley vann Leeds 2:0 í nýliðaslag á Turf Moor. Chimuanya Ugochukwu og Loum Tchaouna skoruðu mörkin.
Sunderland vann Wolves, 2:0, meö mörkum frá Nordi Mukilele og sjálfsmarki.
