Rekinn eftir 39 daga í starfi

Ange Postecoglou á leik Nottingham Forest og Chelsea í dag.
Ange Postecoglou á leik Nottingham Forest og Chelsea í dag. AFP/Justin Tallis

Ange Postecoglou var rétt í þessu sagt upp störfum sem knattspyrnustjóra enska félagsins Nottingham Forest.

Forest tapaði 3:0 á heimavelli fyrir Chelsea í dag og það var of mikið fyrir forráðamenn félagsins.

Postecoglou stýrði því Forest aðeins í 39 daga en hann var ráðinn til félagsins 9. september og samið við hann til tveggja ára eftir að Nuno Espirito Santo var sagt upp störfum.

Hann stýrði Forest í átta leikjum en náði ekki að skila einum einasta sigri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert