Skotmark Liverpool ætlar að yfirgefa félagið

Marc Guéhi ætlar að yfirgefa Palace.
Marc Guéhi ætlar að yfirgefa Palace. AFP/Ben Stansall

Marc Guéhi, fyrirliði enska knattspyrnuliðsins Crystal Palace, ætlar að yfirgefa félagið þegar samningur hans rennur út eftir tímabilið.

Guéhi var næstum því genginn í raðir Liverpool í lok félagaskiptagluggans en Palace hætti við á síðustu stundu.

Voru félögin búin að samþykkja 35 milljón punda kaupverð, áður en Lundúnafélagið dró sig úr samkomulaginu.

Ekki hefur gengið að framlengja samning Guéhi síðan og Oliver Glasner knattspyrnustjóri Palace sagði við blaðamenn í gær að Guéhi hefði tjáð forráðamönnum félagsins að hann ætli að róa á önnur mið næsta sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka