Beckham sleginn til riddara

Sir David Beckham stoltur með riddaraorðu sína í dag.
Sir David Beckham stoltur með riddaraorðu sína í dag. AFP/Andres Matthews

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn David Beckham var í dag sleginn til riddara við hátíðlega athöfn í Berkshire og verður því framvegis þekktur sem Sir David Beckham.

Beckham, sem er fimmtugur, varð heiðursins aðnjótandi fyrir framlag sitt til knattspyrnu og bresks samfélags.

Hann var á meðal nafna á lista Karls Bretakonungs yfir þá sem hann hugðist aðla í tilefni afmælis síns þann 14. nóvember.

„Ég gæti vart verið stoltari. Fólk veit hve þjóðrækinn ég er. Ég elska landið mitt. Ég hef alltaf sagt hversu mikilvægt konungsveldið er fjölskyldu minni.

Ég er svo lánsamur að hafa getað ferðast víðs vegar um heiminn og allir vilja tala við mig um konungsveldið. Það fyllir mig stolti,“ sagði Beckham við fréttamenn eftir að hann var sleginn til riddara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka