Sá dýrasti í hópnum en Arsenal-maðurinn ekki

Alexander Isak er í hópnum en Viktor Gyökeres ekki.
Alexander Isak er í hópnum en Viktor Gyökeres ekki. Samsett/AFP/Peter Powell & Henry Nicholls

Graham Potter, þjálfari sænska karlalandsliðsins í knattspyrnu karla, hefur valið Alexander Isak, sóknarmann Liverpool, í fyrsta leikmannahóp sinn fyrir leiki gegn Sviss og Slóveníu í undankeppni HM 2026 síðar í mánuðinum. Viktor Gyökeres, sóknarmaður Arsenal, er hins vegar ekki í hópnum.

Isak, dýrasti leikmaður sögunnar á Bretlandseyjum, hefur ekki leikið með Liverpool frá því hann meiddist á nára í 5:1-sigri á Eintracht Frankfurt í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu þann 22. október.

Gyökeres meiddist aftan í læri í 2:0-sigri á Burnley í úrvalsdeildinni um síðustu helgi og verður frá næstu vikur vegna meiðslanna.

Ekki byrjaður að æfa

Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, á fréttamannafundi fyrr í vikunni að Isak væri ekki byrjaður að æfa með liðinu en gæti verið klár í slaginn fyrir næsta leik, stórslag gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag.

Því er búist við því að Isak geti tekið þátt í næstu leikjum Svíþjóðar, sem verða þeir fyrstu hjá Potter við stjórnvölinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert