Riot tekur á kynferðisbroti

Ljósmynd/Riot

Atvinnumaður í fyrstu persónu skotleiknum Valorant, Jay Won „Sinatraa“ fékk 6 mánaða keppnisbann í framhaldi af rannsókn leikjafyrirtækisins Riot eftir að fyrrverandi kærasta hans, Cleo Hernandez ásakaði Jay um kynferðislegt ofbeldi.

Tafarlaust látinn stíga til hliðar

Þegar málið kom upp var Jay Won tafarlaust látinn stíga til hliðar úr liðinu sínu á meðan rannsókn stóð yfir en vegna ósamvinnuþýði af hálfu Jay var hann settur í sex mánaða bann og tekur þar af leiðandi ekki þátt í meistaramóti Valorants sem hófst í dag.

Jay Won má ekki spila Valorant fyrr en í september og krefst Riot þess að Jay hlýti einhverskonar siðferðisþjálfun áður en hann hefur þátttöku á ný vegna ósamvinnuþýði á rannsókn málsins. Í framhaldi af því tilkynnir Riot almenning að rannsókn þeirra nái ekki lengra í málinu og sé hún komin í hendur yfirvalda.

Birti níu blaðsíðna skjal um ofbeldið

Cleo hafði birt níu blaðsíðna skjal á netinu í mars þar sem hún skýrði nákvæmt frá sambandi þeirra frá hennar sjónarhorni. Skjalið inniheldur m.a. skjáskot af samtölum ásamt hljóðupptöku af samtali úr hluta af myndbandi sem hún vill ekki deila með almenning.

Augljóst að upplifun þeirra var ekki sú sama

Á Twitter færslu frá Jay Won segir hann greinilegt að upplifun hans og Cleo um sambandið sé ekki sú sama. Það liggur augum uppi að sambandið hafi verið mjög óheilbrigt fyrir báða aðila og biður hann Cleo afsökunar. Jay segist aldrei hafa beitt hana ofbeldi og bætir við að hann muni afhenda fullar hljóðupptökur ásamt myndbandinu sem Cleo minntist á í skjalinu sínu

Sér eftir hegðun sinni

Misræmi virðist vera á milli þess sem Jay Won segir á Twitter og tilkynningu Riots því samkvæmt Riot virðast þessi gögn aldrei hafa skilað sér.

Stuttu eftir tilkynningu Riot segist Jay Won hafa eytt seinustu tveimur mánuðunum í sjálfsskoðun og hafa verið að hugleiða hvernig hann geti orðið betri maður.

Hann hefur verið atvinnu rafíþróttamaður alla sína fullvaxtartíð og segist mega bæta margt í eigin fari. Hann sér eftir því að hafa sært Cleo og mun læra af þessum mistökum.

Beðinn um að eyða myndbandinu eftir sambandsslitin

Varðandi tilkynningu Riot í sambandi við afhendingu gagna þá segist hann ekki vera með hljóðupptökuna sem lofað var og að hann hafi eytt myndbandinu að hennar ósk eftir að þau hættu saman. Hann hafði aldrei ímyndað sér að vera í þessarri stöðu og veit ekki hvernig á að snúa sér. Hvort hann eigi að segja frá sinni hlið eða ekki og í framhaldi af því óskaði hann eftir aðstoð lögfræðings.

Þetta atriði er ekki fyrsta dæmi um eitraða framkomu Jay en Riot hefur áður haft afskipti af honum og tók þjálfarinn á því. Riot lítur alvarlegum augum á aga og siðferðisbrot og sýnir þar með öðrum fyrirtækjum gott fordæmi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert