Segist hafa verið bönnuð vegna rasisma

Skjáskot úr myndbandi á Youtube-rás ExoHydraX.
Skjáskot úr myndbandi á Youtube-rás ExoHydraX.

Streymi þar sem sjá má konur klæddar sundfötum í heitum pottu eru orðin töluvert algengari upp á miðlinum Twitch upp á síðkastið. Miðillinn hefur þann tilgang að gera fólki kleift að að streyma frá tölvuleikjaspili. Margir notast við miðilinn til þess að sýna frá eigin spilamennsku eða jafnvel til þess að horfa á og læra af öðrum.

Bönnuð í þrjá daga

Nýlega var aðgangur dömu sem hafði verið að streyma myndböndum af sér í sundfötum bannaður tímabundið, eða í þrjá daga. Í umfjöllun miðilsins ginx.tv kennir hún bannið við rasisma.

Hún nefnir þar að aðrar stelpur séu að gera nákvæmlega það sama og hún á miðlinum. Þær virðist mega það vegna þess að þær séu ekki dökkar að húðlit.

Daman sem á í hlut, ExoHydrax, hefur einnig verið að setja inn myndbönd á Youtube-rásina sína en þar má sjá klippur af henni spila tölvuleiki og fleira.

Margar hafa brugðið á það ráð að koma fyrir heitum …
Margar hafa brugðið á það ráð að koma fyrir heitum potti á heimilinu. Skjáskot/Twitch/ExoHydraX

Erfið staða fyrir miðilinn sjálfan

Dansað er á línunni með þessum heita potta streymum vegna þess að reglur Twitch segja klámfengið efni ekki í lagi en sundföt séu viðeigandi fatnaður ef aðilar eru nálægt sundlaugum eða heitum pottum. Svo lengi sem streymin verði ekki of klámfengin standist þær kröfur vefsíðunnar. Jafnvel þó að þetta snúi gegn upphaflegri stefnu miðilsins.

Margar dömur á twitch hafa fundið leið til þess að skauta framhjá reglugerðinni, til að mynda með því að setja upp heitan pott í stofunni. Þannig geta þær spjallað við áhorfendur og leikið sér fyrir framan myndavélina án þess að „brjóta reglur“.

mbl.is