Fleiri sumarnámskeið í rafíþróttum bætast við

Sumarnámskeið fyrir börn og ungmenni geta verið ýmiskonar. Í sumar …
Sumarnámskeið fyrir börn og ungmenni geta verið ýmiskonar. Í sumar verður ágætis úrval af sumarnámskeiðum í rafíþróttum. Ljósmynd/hag

Sum­arið er að renna í hlað og bera fer á ýms­um sum­ar­nám­skeiðum fyr­ir börn og ung­menni. Þar á meðal eru nám­skeið í rafíþrótt­um en nú má finna aug­lýs­ing­ar fyr­ir slík nám­skeið hjá Rafík og Ármanni, og gætu fleiri enn bæst í hópinn.

Áður höfðum við greint frá námskeiðum Fylkis, KR og XY Esports.

Færri námskeið, lengri tími hjá Rafík

Rafíþróttadeild Keflavíkur verður með þrjú námskeið yfir þrjú tímabil frá 14. júní til 23. júlí. Hvert námskeið verður tvær vikur, alla virka daga. Er áætlað að u.þ.b. helmingur tímans á námskeiðinu fari í góða hreyfingu, útivist og leiki. Námskeiðið verður haldið í 88-húsinu við Hafnargötu 88.

Auglýsing fyrir sumarnámskeið rafíþróttadeildar Keflavíkur.
Auglýsing fyrir sumarnámskeið rafíþróttadeildar Keflavíkur.

Hreyfing og fræðsla í bland við spilun hjá Ármanni

Rafíþróttadeild Ármanns verður með námskeið á tímabilinu 21. júní til 2. júlí, alla virka daga. Ásamt líkamlegum æfingum verður fræðsla um mikilvægi svefns, mataræðis og hreyfingar. Námskeiðið verður haldið í húsi Ground Zero við Grensásveg.

Auglýsing fyrir sumarnámskeið rafíþróttadeildar Ármanns.
Auglýsing fyrir sumarnámskeið rafíþróttadeildar Ármanns.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert