Sans tryggðu sér miða á erlent stórmót í gær

League of Legends er vinsælasti tölvuleikur heims.
League of Legends er vinsælasti tölvuleikur heims. Grafík/Riot Games

Sansdarotilamenug, betur þekkt sem Sans, tryggði sér miða á erlenda stórmótið Telia Masters þegar liðið vann VITA í úrslitaviðureign efri riðils í Vor-deild LoL Major 2021 í tölvuleiknum League of Legends í gær.

Sans hafði komist í úrslit efri riðils með sigrum gegn Pongu og XY Esports. VITA hafði aftur á móti unnið sér inn sæti í úrslitum með sigrum gegn Sveittum og Fylkir Esports.

Lið Sans skipa leikmennirnir Kristinn „Kristut“, Eyþór „Eysi“, Garðar „Sósa“, Gísli „Zarzator“, Auðunn „Sausi“, Aron „wHyz“, og Styrmir „Mocha Desire“.

Lið VITA skipa leikmennirnir Ásgeir „Desúlol“ / „HaroldeV“, Róbert „HyperActive“ / „RÐC“, Helgi „Nero Angelo“ / „Mirettel“, Kristinn „Kiddi“ / „Aqua Umbrella“, og Hákon „ko0n“.

Hægt er að fylgjast með síðustu leikjum mótsins á Twitch-rásinni …
Hægt er að fylgjast með síðustu leikjum mótsins á Twitch-rásinni twitch.tv/SiggoTV. Skjáskot/twitch.tv/SiggoTV

Fyrsti leikur

Fyrsti leikur viðureignarinnar byrjaði með VITA í bláa liðinu og Sans í því rauða, en val (e. picks) liðanna var eftirfarandi:
VITA: Ezreal, Rumble, Leona, Gwen og Tristana
Sans: Graves, Mordekaiser, Viego, Thresh og Kog’maw

Leikurinn var jafn fram á 11. mínútu en frá þeim punkti má segja að VITA hafi stýrt ferðinni og við 15. mínútu voru þeir komnir með forystu upp á 5.000 gull og 8 fellur. Það er í raun ótrúlegt að Sans hafi tekist að teygja leikinn upp í 28 mínútur en þegar VITA að lokum sigraði var forystan komin upp í 13.000 gull og hvorki meira né minna en 25 fellur yfir Sans.

Fyrsti leikur viðureignarinnar var nokkuð jafn á 11. mínútu, en …
Fyrsti leikur viðureignarinnar var nokkuð jafn á 11. mínútu, en breyttist fljótt eftir það. Skjáskot/twitch.tv/SiggoTV

Annar leikur

Annar leikur viðureignarinnar hafði Sans í bláa liðinu og VITA í því rauða. Val liðanna voru eftirfarandi:
Sans: Lee Sin, Aphelios, Braum, Olaf og Orianna
VITA: Kai’Sa, Morgana, Nocturne, Thresh og Lucian

Seinni leikur liðanna var ákveðin hliðstæða, en jafnframt andstæða, fyrsta leiksins, þar sem viðureignin var jöfn fram að u.þ.b. 17. mínútu. Stuttu eftir það mátti hins vegar sjá Sans setja pressu á höfuðstöðvar VITA og byrja að safna fellum umfram sínar eigin. Við 26. mínútu var forysta Sans komin í tæplega 13.000 gull og 16 fellur og þannig lauk leiknum.

Á lokamínútum seinni leiks viðureignarinnar átti Kristut rosalegt spil inni …
Á lokamínútum seinni leiks viðureignarinnar átti Kristut rosalegt spil inni í höfuðstöðvum mótherja sinna, sem gátu lítið varist honum. Skjáskot/twitch.tv/SiggoTV

Þriðji leikur

Í þriðja og lokaleik viðureignarinnar sáum við VITA aftur í bláa liðinu og var kominn tími til að sjá hvort það væri breytan sem skipti máli í þessari viðureign. Val liðanna voru eftirfarandi:
VITA: Lucian, Morgana, Leona, Tristana og Camille
Sans: Kayle, Viktor, Kai’Sa, Nautilius og Lee Sin

Við tók það sem mætti kalla nokkuð jafnan leik og við 22. mínútu voru bæði lið enn í leiknum ef horft var á gull og fellur, en Sans var þó með mikilvægt forskot í drekum sem átti eftir að kosta VITA. Að lokum gat blessun bláa liðsins ekki bjargað VITA og lokuðu Sans leiknum á 27. mínútu, þá með 15.500 gull og 16 fellur í forystu yfir VITA.

Þrátt fyrir góða forystu í seinasta leik viðureignarinnar spilaði Sans …
Þrátt fyrir góða forystu í seinasta leik viðureignarinnar spilaði Sans varlega og tók Baron Nashor til að gulltryggja sig. Skjáskot/twitch.tv/SiggoTV

Með því er staðfest að Sans er annað þeirra tveggja liða sem Ísland sendir út til Telia Masters að keppa gegn stærstu liðum Norðurlandanna, Írlands og Bretlands.

Aðrar viðureignir gærkvöldsins

Ásamt viðureign VITA og Sans fóru einnig fram viðureignir í neðri riðli milli annars vegar XY Esports og Sveittra og hins vegar Fylkir Esports og Excess Success. Skiluðu þær sér í 2-0 sigri fyrir XY Esports og Excess Success, hvoru fyrir sig. Eru Fylkir Esports og Sveittir með því dottin út af mótinu.

Hvað er næst?

XY Esports og Excess Success mætast klukkan 18 í kvöld í undanúrslitaviðureign neðri riðils til að útkljá hvort liðið fær að mæta VITA í úrslitaviðureign riðilsins, en sú viðureign mun eiga sér stað í kjölfarið klukkan u.þ.b. 21. Sigurvegari úrslitaviðureignar neðri riðils vinnur sér einnig inn miða út á Telia Masters og fær sömuleiðis tækifæri til að spila gegn Sans í úrslitaviðureign mótsins í heild sinni á morgun klukkan 19 þar sem keppst verður um bikarmeistaratitilinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert