Fengu 700 þúsund krónur á tímabilinu

Upplýsingar um 5. tímabil Vodafone deildar RÍSÍ eru komnar á …
Upplýsingar um 5. tímabil Vodafone deildar RÍSÍ eru komnar á Liquipedia Skjáskot-samsett/Liquipedia

Fimmta tímabil Vodafone deildar Rafíþróttasamtaka Íslands í Counter-Strike: Global Offensive er komið inn á það sem mætti kalla „Wikipedia-síðu rafíþrótta“, Liquipedia.

Nú er hægt að sjá þar niðurstöður deildarinnar og úrslit leikja í formi sem sumum gæti þótt þægilegra, en áður var hægt að fá upplýsingar um deildina frá Challengermode. Einnig er nú hægt að sjá verðlaunafé deildarinnar, en í heild var það 700 þúsund krónur og skiptist nokkuð jafnt á milli þeirra átta liða sem tóku þátt.

Hér má sjá niðurstöður deildarinnar og hvernig verðlaunafé skiptist á …
Hér má sjá niðurstöður deildarinnar og hvernig verðlaunafé skiptist á milli liða. Skjáskot/Liquipedia

Vantar síður fyrir liðin

Enn sem komið er hafa lið sem kepptu á tímabilinu ekki sett upp sínar eigin síður en spurning er hvort að með þessu sé leiðin orðin greiðari – það væri aðdáendum á Íslandi eflaust til gleði.

Liquipedia síðu 5. tímabils Vodafone deildarinnar má finna hér.

Einnig er hægt að nálgast upplýsingar um deildina á Challengermode.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert