Fimmtán manna biðstofa

Grafík/Innersloth/Among Us

Vinsæli fjölspilaraleikurinn „Á meðal okkar“ (e. Among us) hefur lagt niður tíu manna regluna eins og við þekkjum hana með því að fjölga leikmönnum á hverri biðstofu upp í fimmtán manns.

Uppfærslan hefur verið í umræðunni nýlega og varð loks að veruleika 15. júní en þá voru einmitt þrjú ár frá því leikurinn fór í loftið. Uppfærslan býður upp á fjölgun leikmanna á hverri biðstofu, leikmenn á biðstofu fóru úr tíu manns upp í fimmtán og af þessum fimmtán eru þrír morðingjar.

Með uppfærslunni fylgdu einnig fleiri litir í boði fyrir persónurnar ásamt nýrri valmynd fyrir morðskjáinn. Stutt verður betur við snjallsímaspilun svo að leikurinn er orðinn töluvert aðgengilegri fyrir smærri sem stærri hópa.

Viðtökurnar hafa verið misjafnanar en umsjónarmenn Twitter-síðu leiksins spurðu spilara sína hvernig þeim hafi fundist nýja uppfærslan og eru duglegir að svara og lesa gagnrýni frá almenningi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert