Tekken-mót verður haldið í Smárabíó

Grafík/Tekken 7

Slagsmálaleikurinn Tekken á sennilega stóran sess í hjörtum margra. Leikurinn var fyrst gefinn út í spilasölum árið 1994 en kom svo á Playstation-tölvur árið 1995 og hefur lifað alla tíð síðan.

Í dag er Tekken 7 spilaður og verður haldið LAN-mót í leiknum á laugardaginn, 26.júní.

Mótið er á vegum mbl.is, Rafíþróttasamtaka Íslands, Tölvuteks og verður haldið á rafíþróttasvæði Smárabíós í Kópavogi. 

Tölvutek hefur ákveðið að gefa Playstation 5 tölvu í verðlaun fyrir færsta sæti mótsins. Fyrir annað sætið eru þráðlaus Turtle Beach Stealth 600P Gen2 í verðlaun og loks fyrir það þriðja eru Turtle Beach Recon 70p.

Allir velkomnir, 32 keppendur

Mótið hefst klukkan 16.00 en fyrir keppendur er mætingin 15:30 til staðfestingar á þátttöku. Átján ára aldurstakmark er inn á mótið.

Aðeins 32 keppendur komast að þó allir séu velkomnir og verður tölva til hliðar fyrir gesti eða þá sem detta úr keppninni til þess að geta spilað áfram.

Hér er hlekkur til þess að skrá þig á mótið!

Ekki er þörf á að kaupa leikinn en fyrir skemmtilega tilviljun er hann á 85% afslætti á Steam fyrir þá sem jafnvel hafa ekki spilað lengi eða langar til þess að rifja upp gamla takta. Með afslættinum er hægt að fá leikinn fyrir $5.99 eða tæpar 800 krónur.

Hér er hlekkur til að nálgast leikinn á Steam.

Barinn verður opinn og sýnt verður frá undanúrslitum sem og úrslitum á tjaldi og í gegnum streymi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert