Sumarhátíðinni frestað

Grafík/Blizzard/WoW TBC

Tölvuleikjafyrirtækið Blizzard hefur tilkynnt að sumarhátíðinni í WoW Burning Crusade Classic verði frestað.

Viðbótin The Burning Crusade kom út fyrr í mánuðinum og vill fyrirtækið gefa leikmönnum tækifæri á að öðlast meiri reynslu með nýju viðbótinni fyrir aðalpersónu sína til þess að geta fengið sem mest út úr hátíðinni.

Hátíðinni á ekki að fresta nema í um mánuð og mun hún fara af stað 20. júlí en á næsta ári verður hún haldin á sínum tíma, á sumarsólstöðum. Þann 20. júlí fara einnig Sumarólympíuleikarnir fram og telur fyrirtækið það kjörið tækifæri fyrir endurkomu viðburðarins „Keppnisandans“ en slíkt hefur aðeins einu sinni komið fyrir áður, þegar Keppnisandinn átti sér stað innanleikjar í upprunalega Burning Crusade á Sumarólympíuleikunum 2008.

Þar gátu leikmenn Alliance og Horde sýnt keppnisandanum virðingu með því að sigra hver annan á vígvelli og öðlast þannig ákveðnar keppnisskikkjur eða önnur verðlaun.

Blizzard segist vera spennt fyrir þessu enda ástæða til, en nánari upplýsingar verða birtar þegar nær dregur.

Hér að neðan má sjá skjáskot af tilkynningu Blizzards sem kom fram á vefsíðunni bluetracker.

Skjáskot/bluetracker.gg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert