Horfði á föðurinn spila úr vöggunni

Feðgar með vinninginn. Nú er PlayStation-safn þeirra fullkomnað.
Feðgar með vinninginn. Nú er PlayStation-safn þeirra fullkomnað. Ljósmynd/Guðmundur Ragnar Einarsson

Stórt rafíþróttamót var haldið í Smáralind á laugardaginn í tölvuleiknum Tekken 7. Mótið var haldið af mbl.is og RÍSÍ og styrktaraðilar mótsins voru Tölvutek og Smárabíó. Alls kepptu 32 leikmenn um sigur og var PlayStation 5-leikjatölva í fyrstu verðlaun. Að vonum var því mikil spenna í loftinu.

Ronloyd Tryggvi Leona vann mótið eftir æsispennandi úrslitaleik milli hans og Egils Helgasonar. Leiðin á toppinn fyrir Ronloyd var ekki átakalaus en til að vinna mótið þurfti hann að sigra sinn eigin föður. Ronald Leona, faðir Ronloyds, datt út í átta liða úrslitum þar sem örlagaleikur milli feðganna tveggja endaði með sigri Ronloyds.

Með Tekken í vöggunni

„Í mars 1996 þegar Tekken 3 kom út átti ég ekki einu sinni PlayStation 1-tölvu heldur aðeins GameBoy,“ segir Ronald. „Ég heimsótti vini mína og sá þá spila tölvuleik sem greip athygli mína. Það var Tekken 3. Daginn eftir ákvað ég að kaupa PlayStation 1-tölvu og Tekken 3-leikinn. Ég var væntanlega mjög ánægður og hef síðan þá fylgt Tekken-seríunni og keypt nýjustu PlayStation-tölvuna í hvert skipti.“

Ronloyd í fyrri leik sínum við Egil sem hafnaði í …
Ronloyd í fyrri leik sínum við Egil sem hafnaði í öðru sæti. Egill vann þann leik en Ronloyd þann seinni. Ljósmynd/Guðmundur Ragnar Einarsson

Ronloyd er fæddur snemma í júní 2001 og varð því tvítugur fyrir örfáum vikum. „Ég man að ég var ennþá að spila Tekken árið 2001 og ég man að PlayStation 2 var nýkomin út,“ segir Ronald. „Oft var ég að passa litla Ronloyd og hann horfði á mig spila leikinn og hvað ég væri að gera,“ segir Ronald glaður í bragði og bætir við að þeir feðgar hafi átt marga leiki, til að mynda Metal Gear, Resident Evil, Megaman og Grand Theft Auto-seríurnar. Uppáhaldið hjá þeim feðgum hafi þó alltaf verið Tekken.

Ronloyd byrjaði að spila fyrir alvöru þegar hann var aðeins 5 ára gamall. „Ég sá snemma að hann væri efnilegur,“ segir Ronald.

Þeir feðgar eru báðir spenntir fyrir að prófa nýju leikjatölvuna en í gær, sunnudag, höfðu þeir ekki enn opnað hana þar sem Ronloyd hafði lítinn tíma vegna vinnu. Ronald sagðist þó mjög spenntur að prófa hana og þakklátur syni sínum fyrir að hafa tekist að fullkomna PlayStation-safn þeirra feðga.

Fyrsta mótið á þessum skala

Mótið var haldið af mbl.is eins og áður sagði og mun vera fyrsta rafíþróttamót í Tekken á Íslandi á þessum skala.

„Við erum mjög þakklát fyrir móttökurnar, en færri komust að en vildu á mótinu. Við lærðum mikið og áhuginn á þessu móti sýnir okkur að það er góður grundvöllur fyrir fleiri mót í þessum dúr. Án Tölvuteks og Smárabíós hefðum við ekki getað þetta,“ segir Guðmundur Ragnar Einarsson hjá mbl.is sem kom að skipulagningu mótsins.

Egill Helgason með heyrnartólin sem hann hlaut fyrir annað sætið …
Egill Helgason með heyrnartólin sem hann hlaut fyrir annað sætið ásamt fulltrúa Tölvuteks. Ljósmynd/Guðmundur Ragnar Einarsson
Í þriðja sæti var Júlíus Kjartan Hlynsson.
Í þriðja sæti var Júlíus Kjartan Hlynsson. Ljósmynd/Guðmundur Ragnar Einarsson
Mikil stemning var í Smáralind á laugardaginn og þátttaka framar …
Mikil stemning var í Smáralind á laugardaginn og þátttaka framar vonum. Von er á fleiri mótum af þessu tagi. Ljósmynd/Guðmundur Ragnar Einarsson
Stuð og stemning á Tekken móti mbl.is.
Stuð og stemning á Tekken móti mbl.is. Ljósmynd/Guðmundur Ragnar Einarsson
Góð þátttaka var á mótinu og allir helstu Tekken aðdáendur …
Góð þátttaka var á mótinu og allir helstu Tekken aðdáendur landsins mættir. Ljósmynd/Guðmundur Ragnar Einarsson






Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert