Skemmtilegast að spila fyrir hönd Íslands

Ljósmynd/KSÍ

Leikmaður vikunnar er Aron Þormar Lárusson.

Aron Þormar er 22 ára FIFA-spilari hjá Fylki en spilar einnig með landsliðinu.

Mikilvægast að huga vel að heilsunni

Aðspurður segir hann að æfingaplan sitt sé ekki frábrugðið öðrum, hann spilar þegar tími gefst og mætir á sínar æfingar. Mikilvægast sé þó að huga vel að andlegri og líkamlegri heilsu, þar sem hún skipti öllu máli.

Spilaði fyrst PES

Aron spilaði smávegis í PES áður en hann fékk sinn fyrsta FIFA-fótboltaleik á árunum 2005-2006 en það er hans helsti leikur til spilunar í dag.

Núna segir hann að skemmtilegast sé að spila á mótum og fyrir hönd Íslands en telur rafíþróttamenningu á Íslandi ekki nógu stóra. Framþróun rafíþrótta á Íslandi síðastliðið ár kemur honum ekki á óvart, enda eru rafíþróttir skemmtilegt sjónvarps- og umtalsefni.

Öll tilfinningaflóran

Aron segir alla tilfinningaflóruna koma upp þegar verið er að spila FIFA en það fari í raun eftir því hvernig gengur. Hægt er að fylgjast með Aroni á Twitter og á Twitch.

mbl.is