Búskapshermir nýtur vinsælda

Skjáskot úr Farming Simulator 19.
Skjáskot úr Farming Simulator 19. Skjáskot/youtube.com/FSFarmer

Til eru fjölmargir mismunandi tölvuleikir, sem hafa mismunandi markmið. Ekki eru allir leikir sem snúast um keppni og hraða, heldur eru til leikir sem snúast um að njóta og taka því rólega. Ein þeirra tegunda leikja sem oftast snúast ekki um keppnir eru hermisleikir, sem eru leikir þar sem leikmenn gera raunverulega hluti í tölvuleikjaformi. Dæmi um hermisleiki eru Euro Truck Simulator, Farming Simulator og Flight Simulator. 

Vinsæll búskapshermir

Leikurinn Farming Simulator er einn þeirra leikja sem hægt er að spila til að slaka á. Farming Simulator er búskapshermir sem snýst um að stunda búskap og njóta lífsins. Farming Simulator hefur notið gríðarlegra vinsælda frá því að hann var fyrst gefinn út 2008. Leikurinn hefur komið út í nokkrum útgáfum síðan þá. 

Skjáskot úr Farming Simulator 19.
Skjáskot úr Farming Simulator 19. Skjáskot/youtube.com/FSFarmer

Svipar til raunverulegs búskaps

Í leiknum er hægt að margt sem tengist búskap, þar á meðal að kaupa búnað, velja ræktun, plægja, planta, frjóvga og uppskera ásamt því að hafa möguleika á að ala búfé. Leikurinn svipar til raunverulegs búskaps. Leikurinn hefur veitt mörgum spilurum þakklæti fyrir það sem raunverulegir bændur geri í störfum sínum. 

Ástæðan fyrir því að leikurinn hefur notið vinsælda er vegna þess hve mikið hann vísar til raunverulegs búskaps. Margir af aðdáendum leiksins eru bændur, en leikurinn heillar einnig einstaklinga sem hafa önnur tengsl við landbúnað, s.s. alist upp í þannig umhverfi.

Ný útgáfa í nóvember

Leikinn er hægt að spila á helstu leikjakerfi, þar á meðal borðtölur, PlayStation og Xbox, en einnig er hægt að spila leikinn á farsímum. Næsta útgáfa Farming Simulator er væntanleg í nóvember þessa árs, en hann hægt er að forpanta á Steam fyrir borðtölvuspilun. Einnig er hægt að nálgast eldri útgáfur leiksins á Steam. Leikurinn er frábær fyrir þá sem vilja taka því rólega er þeir spila tölvuleiki og/eða hafa áhuga á búskap.

Farming Simulator 22 er væntanlegur í nóvember 2021.
Farming Simulator 22 er væntanlegur í nóvember 2021. Skjáskot/youtube.com/PlayStation
mbl.is
Loka