Rafíþróttir gætu orðið samþykktar opinberlega í Rúmeníu

Rúmenía.
Rúmenía. Skjáskot/youtube.com/SorinDolha

Drög að lögum um opinberum rafíþrótta í Rúmeníu verða kynnt fyrir rúmenska þinginu á næstunni. Þetta tilkynnti Mara Mareș sem er ríkisráðherra kanslaraembættis forsætisráðherra þar í landi. Verði lögin samþykkt mun það gera rafíþróttaleikmönnum og félögum kleift að njóta sömu kjara og aðrir íþróttamenn og félög í Rúmeníu. 

Verkefnahópur gerði drög að lögum

Mara Mareș segir þörfina til að styðja við rafíþróttir í Rúmeníu mikla og mikilvægt sé að setja skýrar reglur um þær. Verkefnahópur sem stofnaður var fyrir minna en ári hefur gert drög að lögum sem eru bæði einföld og vel grundvölluð. Rúmenar vilja vera á svipuðum stað og önnur lönd gagnvart rafíþróttum, á sama tíma og þeir vonast til að verða öðrum löndum hvatning til að taka það skref sem þeir taka nú. Með samþykki þessara laga fá þúsundir ungmenna í landinu tækifæri til að gera ástríðu sína að atvinnu.

Vlad Marinescu, forseti Alþjóða rafíþróttasambandsins, segir löggjöfina fyrst og fremst hjálpa rúmenskum leikmönnum að upplifa aukinn hvata til að ná árangri bæði í keppnum innanlands og á alþjóðlegum vettvangi.

Hvar stendur Ísland í rafíþróttamálum?

Augljóst er að Rúmenía hefur hag rafíþróttaleikmanna ofarlega í huga. Rafíþróttir eru vaxandi starfs- og íþróttagrein um allan heim og er þetta skref í rétta átt. Munu rafíþróttaleikmenn og félög á Íslandi einhvern tímann fá að njóta sömu kjara og aðrir íþróttamenn og félög? Forvitnilegt verður að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér í tengslum við mál þessi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert