Leikmaður Astralis framlengir um þrjú ár

Lukas „gla1ve“ Rossander, leikmaður Astralis.
Lukas „gla1ve“ Rossander, leikmaður Astralis. Skjáskot/youtube.com/Astralis

Sigursælt lið Astralis í Counter-Strike:Global Offensive hefur endurnýjað samning sinn við leikmanninn Lukas „gla1ve“ Rossander, sem er 26 ára Dani. Þetta kemur fram í tilkynningu liðsins á Twitter.

Heldur áfram að vera leiðtogi liðsins

Gla1ve skrifaði undir þriggja ára áframhaldandi samning við liðið, en hann hefur spilað fyrir Astralis síðan árið 2016. Koma þessar fréttir fáum aðdáendum á óvart vegna þess hve vel liðinu hefur gengið undanfarið. Gla1ve hefur þjónað hlutverki leiðtoga liðsins og hefur sinnt því vel fram að þessu. Einnig er gla1ve einn reyndasti og farsælasti leiðtogi liða í CS:GO í heimi. 

Lukas „gla1ve“ Rossander, leikmaður Astralis.
Lukas „gla1ve“ Rossander, leikmaður Astralis. Skjáskot/youtube.com/BLASTPremier

Með stöðugleika liðsins vonast þeir til að ná lengra

Með samningu þessum eflir liðið stöðugleika sem mun eflaust hjálpa þeim að standa sig enn betur en áður. Gla1ve segir í tilkynningu sinni á Twitter að hann sé spenntur fyrir framtíðinni og sé þakklátur fyrir að fá að halda áfram að spila fyrir lið Astralis. “Við höfum komist langt, en markmiðið er að ná enn lengra og er ég á réttum til þess að ná þeim markmiðum” segir gla1ve einnig í tilkynningu sinni. Gla1ve trúir að hann muni halda áfram að þroskast og verða betri sem leikmaður á meðan hann er umkringdur fólki sem hefur sama metnað og hann. 

Lið Astralis endaði í 3. - 4. sæti á IEM Cologne sem lauk fyrr í júlímánuði. Næst á döfinni hjá CS:GO liði Astralis er þáttaka í ESL Pro League Season 14 sem byrjar 16. ágúst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert