750 milljón króna verðlaun á móti fyrir snjallsímaleik

Heildarupphæð verðlaunafé á mótinu verður rúmlega 750 milljónir íslenskra króna.
Heildarupphæð verðlaunafé á mótinu verður rúmlega 750 milljónir íslenskra króna. Skjáskot/youtube.com/PUBG MOBILE Esports

Í gær tilkynnti PMGC – PUBG Mobile Global Championship – heimsmeistaramót fyrir snjallsímaleikinn PUBG Mobile. Leikurinn er einn sá vinsælasti í heimi en þrátt fyrir það má segja að heildarupphæð verðlaunafjár mótsins, rúmlega 750 milljónir íslenskra króna, hafi komið mörgum á óvart. Áætlað er að mótið muni eiga sér stað í lok þessa árs og byrjun þess næsta.

Snjallsímaleikir vinsælli

Snjallsímaleikir eru orðnir vinsælli en áður og jafnvel í þeim tegundum leikja sem áður fyrr hefðu talist svo samkeppnismiklar að það þyrfti að notast við betri búnað en snjallsíma til að spila. Í dag má þó finna snjallsímaútgáfur af flestum, ef ekki öllum, tegundum leikja, jafnvel leikjum þar sem keppt er á netinu í mikilli samkeppni við aðra mennska spilara.

Er þetta eflaust mörgum til mikillar ánægju þar sem þröskuldurinn fyrir slíkri spilun er langtum minni en hann annars hefði verið. Snjallsímar dreifast hratt og má liggur við segja að brátt muni þeir vera í allra höndum, en það að kaupa tölvur eða leikjatölvur er ekki á færi allra.

mbl.is