Ellefu leikja sigurganga PSG Talon

Lið PSG Talon spilaði á MSI 2021.
Lið PSG Talon spilaði á MSI 2021. Skjáskot/youtube.com/EpicSkillshotLoLVODLibrary

League of Legends-mótið The 2021 Summer Split hefur farið illa af stað fyrir mörg lið sem kepptu á MSI 2021 sem fram fór í Laugardalshöll í maí. En sú er ekki raunin fyrir lið PSG Talon, en þeir enduðu í 3.-4. sæti á MSI 2021.

Á toppi PCS-deildar

Lið PSG Talon spilar í PCS-deild mótsins sem er fyrir lið frá Taívan, Hong Kong, Makaó og Suðaustur-Asíu, en mótinu er skipt upp í tólf deildir eftir svæðum. PSG Talon er nú í toppsæti sinnar deildar, en á eftir fylgja lið Beyond Gaming og Machi Esports.

Ellefu leikja sigurganga

Þrjár vikur eru liðnar af mótinu The 2021 Summer Split og hafa PSG Talon ekki tapað leik það sem af er móts, sem gerir þá taplausa frá því á MSI 2021. Liðið hefur unnið ellefu leiki í röð á mótinu sem nú er í gangi og trónir á toppi listans yfir lengstu núverandi sigurgöngu liða í heiminum í leiknum League of Legends. Auk þess sem liðinu hefur gengið mjög vel undanfarið hefur einstaklingsframmistaða leikmanna verið til fyrirmyndar. 

Tekst þeim að fara taplausir í gegnum tímabilið?

Tvær vikur eftir af The 2021 Summer Split og hafa PSG enn séns á því að fara ósigraðir í gegnum allt mótið. Í síðasta Split-móti töpuðu þeir einum leik á móti liði Beyond Gaming, sem nú situr í 2.-3. sæti deildarinnar.

mbl.is