Tvö KR-lið mættust í úrslitaviðureign

KR White, sigurlið þriðja 3v3-móts Opnu Sumarmótaraðarinnar 2021.
KR White, sigurlið þriðja 3v3-móts Opnu Sumarmótaraðarinnar 2021. Skjáskot/twitch.tv/RocketLeagueIceland

Þriðja 3v3-mót Opnu Sumarmótaraðar RLÍS fór fram í gærkvöldi, en mótið var jafnframt sjötta mótið í mótaröðinni. Venjan er að mótin séu haldin á sunnudögum, en vegna óviðráðanlegra aðstæðna var mótið fært yfir á mánudag.

Níu lið voru skráð til leiks og keppt var í riðlakeppni og að henni lokinni kepptu efstu tvö lið úr hverjum riðli svo í einfaldri útsláttarkeppni. Viðureignir í riðlakeppninni voru spilaðar best-af-3 en undanúrslita- og lokaúrslitaviðureignir mótsins voru spilaðar best-af-5.

Lið KR stokkuðu upp í leikmannahópum

Sigursælasti leikmaður mótaraðarinnar tók ekki þátt að sinni, en lið hans, KR White, mætti þó til leiks með lánsmann að vopni. Lánsmaðurinn var Paxole, en hann kom að láni úr liði KR Black, sem einnig tók þátt í mótinu. Ásamt Paxole voru EmilVald og Nocco sem nú þegar spila fyrir hönd KR White, en endaði lið KR White á því að sigra á móti gærdagsins.

KR Black lentu í 2.sæti í þriðja 3v3-móti Opnu Sumarmótaraðarinnar …
KR Black lentu í 2.sæti í þriðja 3v3-móti Opnu Sumarmótaraðarinnar 2021. Skjáskot/twitch.tv/RocketLeagueIceland

Það sem áhugavert þótti að í leikmannahópi KR Black fyrir mótið var Jappi, leikmaður KR White, skráður sem varamaður, en hann sat á bekknum allt mótið. Liðin höfðu því víxlað tvemur leikmönnum milli liða. Greinilegt var að KR-liðin vildu stokka aðeins upp í leikmannahópum sínum fyrir mótið, enda eru mótin í Sumarmótaröðinni ætluð til skemmtunar og þá tilvalið að gera breytingar og spila með vinum úr öðrum liðum. 

Tvö af fjórum liðum í undanúrslitum KR-lið

Riðlakeppnin gekk vel fyrir sig, en var liðum skipt upp í tvo riðla. Þau lið sem komust upp úr riðlunum sínum voru lið KR White og Somnio í A-riðli, og KR Black og Þór Akureyri í B-riðli.

Í fyrstu undanúrslitaviðureign mættust KR White og Þór Akureyri. Þór Akureyri mátti eiga von á erfiðum leikjum, enda lið KR White verið taplaust fram að þessu. KR White mætti með sópinn á lofti og kláraði viðureignina auðveldlega 3-0 og tryggði sér sæti í lokaúrslitaviðureigninni.

Niðurstaða riðlakeppni þriðja 3v3-móts Opnu Sumarmótaraðarinnar 2021.
Niðurstaða riðlakeppni þriðja 3v3-móts Opnu Sumarmótaraðarinnar 2021. Skjáskot/twitch.tv/RocketLeagueIceland

Somnio og Þór Akureyri lutu í lægra haldi

Somnio mætti KR Black í seinni undanúrslitaviðureigninni. KR Black fór líkt og KR White taplaust í gegnum riðlakeppni og var búið að spila vel fram að þessari viðureign. Sú velgengi hélt áfram, og var erfið viðureign staðreynd fyrir Somnio-menn. KR Black sigraði viðureignina 3-1 og komst með sigrinum í lokaúrslitaviðureignina.

Lokaniðurstaða þriðja 3v3-móts Opnu Sumarmótaraðrinnar 2021.
Lokaniðurstaða þriðja 3v3-móts Opnu Sumarmótaraðrinnar 2021. Skjáskot/twitch.tv/RocketLeagueIceland

Bæði lið KR í úrslitaviðureign

Það var sannkallaður KR-slagur í lokaúrslitum. Bæði lið með lánsmann frá hvort öðru, leikmenn sem aðdáendur eru ekki vanir að sjá spila saman búnir að hópa sig saman og gleði í fyrirrúmi. Þó svo að leikmannahópur KR White hafi ekki verið sá sami og hefur unnið á Íslandsmóti RLÍS, stóð hann sig gríðarlega vel og sigraði í viðureigninni 3-1. EmilVald hélt áfram að sigra hjörtu landsmanna með frábærri frammistöðu, en liðsfélagar hans þeir Paxole og Nocco fengu einnig að láta ljós sitt skína með frábæru liðsspili milli þeirra þriggja. KR White sigraði því á mótinu og KR Black lenti í öðru sæti.

Leikmenn KR Black og KR White keppa í lokaúrslitaviðureign þriðja …
Leikmenn KR Black og KR White keppa í lokaúrslitaviðureign þriðja 3v3-móts Opnu Sumarmótaraðarinnar 2021. Skjáskot/twitch.tv/RocketLeagueIceland

Tvö mót eftir í mótaröðinni áður en deildin byrjar aftur

Næsta mót mótaraðarinnar verður samfélagsmót, þar sem samfélag kýs um fyrirkomulag og leikjasnið mótsins, en það verður haldið 15. ágúst. Síðasta mótið í mótaröðinni verður svo 29. ágúst og verður það 3v3-mót, líkt og mótið sem haldið var í gær. Að Sumarmótaröðinni lokinni tekur svo við þriðja tímabil RLÍS, sem samanstendur af úrvalsdeild, fyrstu deild og neðri deildum. Skráning í neðri deildir verður opin öllum en hún verður auglýst síðar.

Hefur þú áhuga á að taka þátt í samfélaginu eða næstu mótum? Hægt er að finna frekari upplýsingar í Facebook-hópi Rocket League Ísland eða á Discord-þjóni þess.

mbl.is